Andvari - 01.01.1950, Side 98
94
Stefnt að höfundi Njálu
ANDVARI
þessi ummæli: „En cr ábóti kom, var lionum sýndur líkami Þor-
gils og mörgum öðrum — og sveipuðu .... Lét ábóti þá aka líkinu
upp til Munka-Þverár og jarða þar sæmilega. Stóð þar margur
maður yfir með harmi miklum." Þarf vart að ganga í grafgötur
um það, hvaðan höfundur Ljósvetninga sögu liafi fengið þá hug-
mynd að greina frá dánartíma, líkflutningi og útför Koðráns, svo
og harmi manna við fráfall hans, á þann hátt sem hann gerir.
Um leið vaknar sterkur grunur um það, hvernig Þorvarður á
Svalbarði sé til orðinn í hugarfylgsnum höfundar. Samstaða nafn-
anna Þorvarður og Svalbarð í lesmáli Þorgils sögu mun þar
um mestu valda. Hvergi í fornritum eru þessi nöfn nefnd í sömu
andrá, nema í Þorgils sögu og Ljósvetninga sögu. Virðist hér vera
um sams konar hugsmíði höfundar að ræða eins og þegar liann
lætur Þorvarð á Fornastciðum fá glæsilegt heimboð til Miklabæj-
ar, vegna þess að Þorvarður Þórarinsson Iiafði verið þangað hoð-
inn með miklum rausnarhrag. Og við þurfum ekki að lcita langt
til þess að finna eitt dæmi til viðhótar um það, að nafn Þorvarðs
Þórarinssonar ásamt nærstæðu bæjarnafni hafi haft áhrif á efnis-
meðferð í Ljósvetninga sögu. Bæjamafnið er einmitt Kaupangur
í framanskráðri grein, þar sem frá því er skýrt, að Þorvarður sé
líklega farinn til Svalbarðs.
I Eyjólfsþætti er komizt þannig að orði: ,,Og einmánuð önd-
verðan var samkoma að Hálsi í Fnjóskadal. En nú var hún í Kaup-
angi undir cins, og kom Eyjólfur því seint þangað og var þar lokið
öllum samkomumálum, er hann kom. Var Þorvarður í brottu og
bændur. Eyjólfur spurði, hvað títt var um ferðir Þorvarðs. En
honum var sagt, að hann var heim farinn. Eyjólfur segir: ,,Það
er oss engi gæfa.“ Eins og Þorvarður Þórarinsson ríður Eyjólfur
halti á einmánuði frá Kaupangi norður yfir heiði. Honum er
mjög í mun að ná fundi Þorvarðs á Fornastöðum og telur það
gæfuskort, að Þorvarður skuli vera á brottu frá Hálsi, er hann
kom þangað. En úr því mótlæti hefði vissulega hrátt mátt bæta,
þar sem Fornastaðir eru næsti hær hjá Ilálsi og bæjarleið injög