Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1950, Side 111

Andvari - 01.01.1950, Side 111
ANDVARI Stefnt að höfundi Njálu 107 mjög líkan hátt: „Síðan komu þeir Guðmundur í túnið og kvödd- ust þcir Guðmundur og Hlenni.“ „Nú kom flokkur Gissurar 1 tún. Þórður bóndi Ormsson gekk út og heilsaði Gissuri." í Ljós- vetninga sögu stendur einnig: „Það var um sumarið, að Guð- mundur vildi láta slá í túni sínu. Þá mælti hann við Rindil, að hann myndi til taka að slá um hús.“ Hér er og berlega átt við bæjarstæði. En það sem í fornmáli venjulega kallast tún og ætíð í nútímamáli nefnir höfundur Ljósvetninga sögu völl. „Þeir reiddu hann aftur og fram eftir vellinum" er sagt um þá Veisu- menn. Fcr nú að verða freistandi að hyggja Þórð, son Þorvarðs í Saurbæ, er var tengdasonur Sturlu Þórðarsonar og dóttursonar- sonur Þorvarðs Þorgeirssonar, sem vitnað er til urn Veisubragð, höfund að frumgerð Ljósvetninga sögu og löngum köflum í Sturlungu. Bezt er þó í bili að kalla þetta aðeins hughoð, því að röksemdafærslan um sjálft höfundarnafnið er nær því á byrj- unarstigi. Á því getur vart vafi leikið, að Þorvarður í Saurbæ sé hafður í huga, þá er Hlcnna er lýst. Hann hjó í Saurbæ á ofanverðri 10. öld og er í Landnámu og Kristnisögu kallaður „hinn gamli. Höfundur Ljósvetninga sögu gefur honum nýtt kenninafn og kallar hann „hinn skakka.“ Hvaðan það muni vera runnið, má Hra nærri um. Árið 1200 kom Guðmundur góði í heimsókn til Einars hónda Ólafssonar í Saurbæ. Er þannig greint frá komu hans þangað í Biskupasögum: „Þar var sveinn einn. Hann var krypplingur og illa haldinn af ofverkjum, svo að hann mátti varla standast. Einar bóndi ræddi um, að Guðmundur prestur mundi vilja korna til hans og syngja yfir honum. Hann fer til °g syngur yfir honum lengi og ríður á hann vatni sínu og gerir hann allan votan. En eftir það þá tekur sveinninn að réttast þegar °g varð hann skjótt alheill þessa meins. Þessa sveins verður getið síðar í sögunni." Af sögupersónum koma ekki aðrir til álita en Þorvarður í Saurbæ. Þar var þá til heimilis Hallhera móðir hans, sem sjá má af sömu heimild. Ilefir sýnilega sögn gengið um
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.