Draupnir - 20.05.1892, Page 5
Jón biskup Vidalín.
Skálholts-biskupsstóll.
‘iP^iskapsBtóll var stofnsettur í Skálholti af fyrsta
íslands biskupi, ísleifi Gizurarsyni hins hvíta,
árið 1056, og jörðin gefin til staðar af Gizuri biskupi
syni hans. Skálholt stendur í Biskupstungura,
einni af hinum jpremur sveitum, sem efst eru við
fjallgarðinn. Mikið vatnsfall rennur eptir miðri
Bveitinni, kallað Tungufljót, sem aðskilur eystri
Tungu og ytri Tungu. Skálholt er syðsti bærinn
í ytri Tungunni, og þar næst er að austan litlu
sunnar Laugarás í dagmálastað, en að vestan
Spóastaðir í náttmálastað. Pyrir norðan eru Höfði
og Hrosshagi. Hvítá skilur að austanverðu Tung-
urnar og ytri Hreppana, og eru á heuni tvær ferjur.
Onnur á Iðu, spölkorn frá Skálholti, en hin litlu
norðar í Auðsholti. Að framan skilur Hvítá
Skeiðin og ytri Tungur, en að vestan skilur Brúará
ytri Tunguna og Laugardalinn að ofan, en Gríms-
nesið að framan, og rennur fram í Hvítá, sem
heldur því nafni, þar til er Sogið fellur í hana,