Draupnir - 20.05.1892, Blaðsíða 10
6
»Hann hefir nú öðrum æðri störfum að gegna«,
mælti Jón Sigurðsson frá Einarsnesi, sem var
Jiriðji maðurinn,-
Prófastur snöri sjer að dóttur sinni: »Elskar
þú nú ekki Jón eins heitt, og meðan ykkur var
samvistanna meiuað?«
»Hví spyrr þú svona?«.
Prófastur brosti: »Af því að maðurinn er ein-
lægt sjálfum sjer sundurþykkur í eðli sínu«.
»Jú! Jeg elska hann í lífi og dauða, en . . .«
»J>á sameina jeg hendur ykkar í nafni drottinsU
og hann lagði hendur þeirra saman. — J>au svör-
uðu: »1 haust þá«?—»Að eigast? — Já, börn mín!
Svo skal það vera«.
f>au gengu til biskupsstofu og inn.
•Yonarlandið hefir opnazt fyrir þassum«, mælti
síra Ólafur, sem heyrt hafði viðtal þeirra álengdar.
»Hvert á jeg nú að halda? Jeg hef enga eirð í
beinum mínum til þess að hlusta á heimspekina
inni. — J>arna stauda þá þeir síra Daði Halldórs-
son að Núpi, síra |>orkell Arngrímsson í Görðum,
og fleiri góðir drengir. J>að er bezt, að jeg hitti
þá að máli. Brynjólfur biskup er dauður og graf-
inn i dag. Tár mín og andvörp endurkalla hann
ekki til lífsins. Til hvers á jeg þá að vera að
beiskja mjer tilveru mína, með því að enginn hefir
gagn'aða gaman af því?« Síðan gekk hann að
tigulegum, snareygum manni, tæplega miðaldra,
og mælti: »Aldrei neitar eðlið sjer, síra þorkell
minn! þótt allt annað gjöri það«. — Síra jporkell
Arngrímsson vjek sjer að þeim, er talaði svo