Draupnir - 20.05.1892, Page 11
7
glaðlega á alvarlegri stundu, og mælti: >Síra
Ólafur GíslasoD! Eruð þjer að búa yður af stað?«
»Jeg hefi verið að búa mig af stað í allan dag,
prestur minn ! En hvert í víðri veröld,—það er jeg
ekki enn farinn að hugsa um, því að andinn vill
hvergi staðar nema. En hvað voruð þjer að ræða
um, er mig bar hjer að?«
iDm málma,—að þeir mundu finnast í jörðu
hjer allvíða!«
»það hefir þá verið einmitt það, sem mjer datt
í hug, því að jeg þóttist sjá málmgufuna leggja
út um hnappagötin á hempunni yðar!«
Síra jporkell brosti.—»þ>á fýkur djöfullinn aptur
f Heklu, svo sem forðum«, mælti síra Daði og
yppti öxlum jafnliátt liöfði.
»Vjer trúum meira á handleiðslu drottins eu
hefnivættir«, var mælt að baki þeim.
þeir litu við. þar stóð hjá þeim svipmikill öld-
Ungur, hryggur á yfirbragð, og mælti: »Vjer höf-
um rætt margt inni. Vjer vorum að tala um að
setja virðulegan legstein yfir meistara Bryn^ólf
biskup. Slíkum höfðingja bæfir heiðarleg minning.
Húsfrú Helga Magnúsdóttir í Bræðratungu er því
fast fylgjandi. En þórður biskup og Torfi pró-
fastur í Gaulverjabæ telja það mjög úr, og bera
fyrir sig forboð biskups um slíka hluti. Hvað lízt
Þjer, síra þorkell minn! hvort beri að fara eptir
Ummælum hins dána í þessu efni?«
»þar leitar þú ullar í geitahús, Sigurður lög-
tuaður! Jeg ætla að vísu, að slikum höfðingja
Sem Brynjólfur biskup var, hæfi prýðilegur leg-