Draupnir - 20.05.1892, Síða 12
8
steinn. En reist hefir hann ajer þann bautaatein,
tönn tímans fœr ekki af máð.
Deyr fje,
deyja frændr,
deyr ajálfr it sama;
en orðstírr
deyr aldrigi
hveim sér góðan getr«.
#Satt, síra f>orkell!
»Eg veit einn,
er aldrigi deyr:
dómr um dauðan hvern«,
mælti Sigurður lögmaður Jónsson, og gengu þeir
síra |>orkell síðan á burt.
jpeir síra Daði og síra Ólafur stóðu eptír og
horfðust í augu. Daði rauf þögnina: »Jeg vildi,
að jeg væri þess megnugur að rista svo bautastein
yfir Brynjólfi biskupi með fornum fræðum mínum,
að hann mætti halda rjettarhald yfir mjer, þar
sem hann nú er niðurkominn, sauðurinnU.
Síra Ólafur leit fyrirlitlega við honum og muldr-
aði: *Litlu betri en á steininuin forðum! •— Einu
sinni varst þú þó orðinn bljúgur í anda, maður!«
•Bljúgur í anda! — Já í sannleika var jeg orðinn
það, og hefði haldið áfram að vera það, ef biskup
hefði fyrirgefið mjer. En við hatur hans hvarf
viðkvæmnin aptur, þangað sem hún var frá kom-
inn, — jeg veit eigi hvert. I mínu haglendi hefir
hún aldrei átt rætur. En ef allt hefði farið skap-
lega, hefði jeg líklega getað tileinkað mjer snefil
af henni, svo sem hverri annarri útlendri jurt.
En það átti nú ekki að lánastx. — Að svo mæltu