Draupnir - 20.05.1892, Side 14
10
»Hann er sonur minn«, mælti sira jporkell.
»Já! Jeg þóctist sjá það«.
»En hinn, er uppi á steininum stendur?« spurði
biskup.
»Hann er sonur síra Magnúsar Jónssonar, eða
rjettara sagt, síra sýslumannsins í Dalasýslu*.
• »Rjett er það. Langt að kominn ert þú, Arni
minn! Eða heitir þú ekki svo?« spurði biskup
vingjarnlega.
»Já ! Jeg kom hingað með frænda mínum, sem
BÓtti erfiðt, svaraði Arni stillilega.
»J>jer eruð glöggsær, herra biskup! að þekkja
menn ósjena«, mælti síra þorkell.
Biskup brosti: »Auðþekkilegur er svipur ykkar
Vídalínanna. Svo mun jeg hafa sjeð báða þessa
sveina fyrr. En hvað heitir þessi sonur yðar?«
»Hann heitir Jón, og er heitinn eptir móðurafa
sínum«.
•Píslarvottinum í Vestmannaeyjum —líklega?«
mælti biskup, klappaði á koll sveinsins og sagði
við hann: »Svo sýnist mjer þú skapi farinn, að
ekki kafnir þú undir nafni af alvöruskorti*. Síðan
bauð hann kouunni að breiða dúk á steininn og
setja þar á vínið og bikarana. Vjer drekkum hjer
burtfaranda-minni á steini þessum að gömlura
sið«.
Menn og konur gengu nú að steininuro, sem
enn stendur þar á hlaðinu í Skálholti. Biskup
bað þá alla vel fara og heila aptur sjást, sem sótt
hefði erfi hins þjóðfræga höfðingja, og endaði með
þeirri ósk, að eiuhver hinna yngri manna yrði til
að feta í spor hins látna, og helzt margir þeirra.