Draupnir - 20.05.1892, Side 18
14
dvelur hjá mjer«. Harm hvessti á hana blíð og róleg
augu. »Stúlkur mega aldrei vera í drengjasolli.
Farðu nú inn, barnið mitt!«
Fyrir austan Hvítá gekk eins fjörugt til og
heima. f>ar vor'u margir nýkomnir sveinar stignir
af hestum sínum, og klæddu sig úr reiðfötum og
fóru að glíma, meðan þeir biðu eptir ferjumönn-
unum. Einum þeirra var þó of aukið, annað
hvort af því, að hann var um fram töluna, eða af
óframfærni. Hann sat einungis og horfði á, meðan
hinir áttust við, klappaði þó saman lófum, er ein-
hver fjell á hælkrók eða mjaðmarbragði. Hann
var því auðsjáanlega með í leiknum, þó að hann
tæki ekki neinn verulegan þátt í honum.
»Hó, hæ! VelkomnirU gall nú margraddað mörg-
um sinnum yfir ána, og raddbreytnin small undar-
lega saman við bergmál hálsanna og hæðanna um-
hverfis. Nú þeytti hver öðrum frá sjer af glímu-
fjelögunum, æddu, svo sem þeir stóðu, niður að
ánni og upp í ferjubásinn, sem þá var kominn.
Jpeir skildu eptir yfirhafnirnar, hatta og hesta sína
á hamrinum fyrir ofan glímuvöllinn. En hinir,
sem ekki komust, æptu og orguðn á Skálholts-
sveina, ferjumanninn, drauga og djöfla, til þess að
sækja sig, og allt, sem þeim datt í hug. |>etta var
fagnaðarfundur þeirra. Skálholtsferjan lagði frá
landi. Bátaruir mættust á miðri ánni og stöldruðu
við, meðan sveinarnir heilsuðust.
»Sæll, Arni!» mælti Jón jporkelsson. »Ert þú einn
af nýju busunum?«
Árni roðnaði og mælti: »Eru svona fagnaðarhá-
tíðir ykkar Skálholts-sveinauna?«