Draupnir - 20.05.1892, Page 26
22
•Jeg skal þó vita, hvað að hermi gengur*. Hann
gekk nær henni.
f>órdís hrökk við, »Ernokkur hjersvona snemma?*
hugsaði hún. »Líklega Jón þorkelsson, svo sem
hann er vanur, þá er illa liggur á einhverjum. Hann
hefir sjeð, að jeg var að gráta«.
Arni kom.
»f>ú svona snemma á fótum, Arni?» mælti hún
undrandi.
»Já, þetta er of fagur morgunn til þess að liggja
í rúminu«. Hann tók yfir um hana. »Hvað geng-
ur að þjer, f>órdís mín?«
Hún brá höndunum fyrir augun og grjet hálf-
hátt: »Jeg á nú að hverfa heim! Og svo á hann
faðir minn einlægt svo bágt!«
»Að hann fjekk ekki Staðarstað? Taktu þjer
f>að ekki svo nærri. Hann er þó vísibiskup og
iær embættið eptir herra Gísla á Hólum«.
»En þessi áreitni og málaferli!«
Areitni Norðlinga lagast, þegar haun verður bisk-
up þeirra, og hann kemst þá úr öllum málura
sínumt.
•Litlar líkur eru sagðar til þess«.
»Litlar líkur geta orðið miklar líkur. Hver veit,
hversu málin snúast, f>órdís! Jeg skal vera vinur
iþinn, og eg er ungur og sterkur«.
»f>au horfðust í augu. Hún hætti að gráta. ■
þetta kom henni svo á óvart, að heyra huggunar-
orð af vörum Arna, sem var jafnan svo þögull og
tilfinningasljór.
Jón las latínuna af kappi, kapítula eptir kapí-
tula, og lagði þá frá sjer bókina og leit út: »f>órdís