Draupnir - 20.05.1892, Blaðsíða 32
28
heimkynnum, nema á vængjum ímyndunaraflsins,
því að hiín þóttist hafa þunga, já, afarþunga byrði
að bera, síðan er hún kom frá Skálholti veturinn
áður. j?ær systur horfðust í augu. Tárin fjellu nú
tíðar, er athugandi saklaus augu hvíldu á þeim.
»Hví komst þú hingað, Sigga mín?« rauf jpórdís
þögnina.
»-Teg á svo bágt með að sjá þig vera að gráta«,
sagði barnið og fleygði pjer upp í fangið á henni,
og fór þá líka að gráta. Æskan og sakleysið er
viðkvæmt.
»Jeg er ekkert að gráta. Skiptu þjer ekki af
mjer. Ekkert að gráta!«
»Jú, víst ertu að gráta, — og allt af að gráta,
síðan er þú komst frá Skálholti; allir verða svo
hryggir, sem þaugað koma«.
»Allir? Hví segir þú þetta?«
•Faðir minn var líka að gráta, eptir að hann
kom frá Skálholti í fyrra«.
»Skiptu þjer ekkert af því, segi jeg!«
»Og af hverju má jeg það ekki? þegar hún móðir
okkar er að hugga þig, þá segir þú ekki þetta.
Er jeg þá ekki eins góð við þig og hún?« Hún
lagði nú svo fast armana um háls þórdísar, að
hún missti hugrekkið, vafði barnið upp að sjer,
ljet ljereptin eiga sig í læknum, og grjet og grjet
í sífellu.
»Jeg fer heim að segja móður okkar frá þessu«,
sagði Sigga litla og ætlaði að rífa sig úr fanginu á
henni.
»Nei, í allra krapti nafni, barn! Gjörðu það
ekki. Jeg hætti að gráta. Móðir okkar veit allt