Draupnir - 20.05.1892, Side 33
29
og bætir allt«, og hiin hvessti á systur sína svörtu
augun með miklum alvörusvip.
• Segðu mjer þá, hvað að þjer gengur, annars.. .
»Annars ætlar þú að fræða móður okkar um það«,
mælti þórdís.
»Já«.
»Jeg skal segja þjer það þá, ef þú lofar mjer að
þegja yfir því eins og steinn? Eins og steinnU
»Já, jeg skal aldrei segja það neinum, Dísa mín!
AldreiU og augu barnsins sýndu, að henni var það
alvara, sem hún sagði.
»Jeg veit líka, Sigga mín! að þú getur þagað.
Jeg skal nú segja þjer, að mjer þótti ofurvænt um
skólapilt, sem var í Skálholti. Hann var eins góð-
ur. við mig, eins og þú, og lagði hendurnar um
hálsinn á mjer, þegar illa lá á mjer«.
»Pilt í Skálholti! Hvað heitir hann?
»þ>að segi jeg þjer ekki. þú verður nú að lofa
mjer að spyrja mig aldrei optar um þetta, og
minnast aldrei á þetta við nokkurn mann. Guð
heyrir, ef þú gjörir það, og fær þá vanþóknun á
þjer!«
»Jú, Guð má heyra það. Jeg skal aldrei aldrei
segja neinum frá því«.
»Jeg veit, að þú getur þagað; og nú máttu aldrei
framar minnast á þetta. Jeg sagði þjer það, til
þess að hafa frið fyrir spurningum þínum« — lágt
við sjálfa sig — »og af því að enginn mundi vilja
heyra það, nema þú«.
»En þú verður að segja mjer, hvað hann heitir«.
»Til hvers?«