Draupnir - 20.05.1892, Síða 34
fcO
»Jeg ætla að biðja harm um, að vera allt af hjá
þjer«.
»Nei, Sigga mín!« Og f>órdís brosti í gegn urn
tár. »Látum við guð ráða því. Allt, sem við hljót-
um, hvort sem það er blítt eða strítt, er frá hon-
um« — lágt við sjálfa sig — »og jeg veit líka, að
guð upp vakti Árna, til að styrkja mig og vernda,
þegar skólapiltarnir voru að draga dár að tóbaks-
baukunum, sem hann faðir minn væri að okra á,
og þegar hirsfrú Guðríður var hörð við mig. Jeg
veit, að það var frá guði«.
»Hvað ertu einlægt að segja, Dísa?»
»Jeg að segja? Jeg segi ekkert.—Jeg þegi«.
»Nei! víst ertu að tala. Varirnar eru einlægt að
segja eitthvað«.
»|>ú sjer ofsjónir, barn!«
»Nei, sjáðu!« og hún greip með tveimur fingruut
um varirnar á systur sinni; en þeir voru ekki nógu
sterkir til að halda tilfinningunum innan takmarka
sinna. Varirnar rifu sig óðara lausar og ræddu
launmál sitt í næði, og skein í snjóhvítar tennurn-
ar. »Sjáðu nú«, mælti barnið. *f>ær tala þegjandi!«
|>órdÍ8 hló nú. |>að var ómögulegt annað: »Jeg
held, að þjer ætli eins og honum að takast að
hugga mig«.
•Honurn? Hverjum honum?«
»Hættu nú þessari vitleysu. En sjáðu! Ljer-
eptin eru öll flotin niður lækinn. Komdu með
mjer, til þess að leita að þeim«. f>ær spruttu nu
upp, ljettar eins og unglömb, og grúfðu niður að
hverjum steini, hverri flúð,. leituðu og leituðu, tíndu
. saman flíkurnar, og á meðan hjelt jpórdís áfram