Draupnir - 20.05.1892, Page 38
34
«Vel, herra biskup!«
fórður biskup snöri sjer nú að föður hennar og
mælti: »þú átt þar ofur geðslega dóttur, frændi I
Hún jók ávallt gleðina, þegar hún dvaldi hjá okk-
ur. Jeg gat stundum ekki að því gert að brosa
að fyndni hennar, þó jeg væri stundum að setja
ofan í við hana. það er galli okkar eldri manna,
að vjer leggjum of snemma af oss fjör og glað-
værð æskunnar#.
»Galli, bróðir minn!«
»Já, galla má það kalla, þótthann sje almennur,
því að nóg er á vegum vorum af náðargjöfud
guðs, til þess að gleðjast af og fagna yfir allt lífið-
En vjer gefum atvikum og aðköstum lífsins svo
mikið vald yfir oss, að vjer göngum syrgjandi í
gegn um það, þar sem æskan nýtur þeirra á-
liyggjulausK.
Jón biskup strauk hökuskeggið og spýtti, svaraði
ekki, en hugsaði: »Ekki færir hann mjer neinaí
frjettir af bróður sínum. Hann væri þá ekki
svona ræðinn um annað«. Einhver ónota-tilfinn-
ing, einhverjar sviknar vonir skinu út úr hverjuiö
drætti í kring um munniuu, sem hann dró saman,
og bjó sig aptur tíl að spýta.
þórður biskup mælti, smá-brosandi: »Fólkið
heima hjá mjer var að jafna þeim Árna Magnús-
syni og |>órdísi saman. þau þóttu ofur keimlí^ j
og þau komu svo vel skapi saman; — allt í sak'
leysi, bróðir minn!«
»Árni Magnússon, sonur síra Magnúsar Dalft'
sýslumanns Jónssonar?« mælti nú Jón biskup
J