Draupnir - 20.05.1892, Page 43
39
Kptir þessa samræðu var veittur góður beini og
ttienn tóku á sig náðir. Daginn eptir sátu þeir
biskuparnir á launskrafi fram til miðdegis. Eptir
það reið þ>órður biskup af stað, en Jón biskup bjó
sig til norðurferðarinnar.
Sigriður stórráða.
|>að var síðla kvölds snemma í september.
Tunglið óð í skýjum og kastaði draugalegri birtu
á bleik túnin á hinu forna múnkaklaustri, Möðru-
Völlum í Hörgárdal. Sinan ljek á húsþökunum
tyrir hægri golu. Vindhanarnir á bustunum kvsiðu
þuotalegt náhljóð fyrir útrunnu sumri. Sumstaðar
sáust ljósglætur í gluggum.
í>essa kvöldrósemi athugaði kona ein, sem stóð
i bæjardyrum. Hún rjetti höfuðið út og gægðist
flóttalega í allar áttir. Hún var Ijóshærð og 4-
^aflega fögur. þótt augun væru hvítgrá og slægð-
^ieg, voru þau jafnframt hyggindaleg. Hún ým,-
lst dró inn höfuðið eða mjakaði því út aptur, svcr
sem hún væri í efa um eitthvað, — miklum efa.
^ún fjekk nýjan kjark. Herðar, breiðar og vel
vaxnar, kornu því næst til siónar, brjóstin, stór og
flvelfð, rnibtið, grannt og sívallt, og hún stóð öll,
eptir nokkrar áræðistilraunir úti fyrir dyrunum.
Hvað gat þessi fagra Júnó verið að laumast með
1 Dseturþögninni? Sú samlíking gat átt við, jafnvel’
Skýin viku fyrir fegurð hennar, og tunglið
^ýsti nú fagurlega umhverfis. Við nánari skoðun
var svipur konu þessarrar eitthvað ískyggilegur.
Hitthvað óhreint skein út úr þessu fagra andliti,
eitthvað ófrjálst, sem andinn hafði tekið heimild-