Draupnir - 20.05.1892, Síða 44
40
um á af eigin hvötum, og ritað hafði sainvizku-
bit á drottins helgidóm. |>að skein augljóslega í
^gegn um hvern drátt. Kona þessi er Sigríður hin
'stórráða. Nú er hún hafði staðið svona um hríð,
gekk hún nokkur fet á fram, nam staðar og
hlustaði, svo sem vofur væru alstaðar umhverfis
hana, og leit flóttalega í allar áttir. Andi Beni-
dikts Pálssouar, fyrra manns hennar, hvíldi að baki
henni, launmyrtur, að menn sögðu, og svipir þeirra
Daða sýslumanns Jónssonar og Hannesar þorleifs-
sonar voru í fangi, en þeim hafði hún fengið fjöl-
kynngiskonu til að fyrirkoma, og síðan drukknuðu
þeir af Höfða-skipi við Norveg, og ótal margir aðrir.
A andvökunóttum í kyrrð næturinnar, þá er andinn
•á að vera helgaður drottni, svifu þessir framliðnu
andar fyrir sálaraugum hennar, svo að hún gat
hvergi fundið sig einmana. Alstaðar var ill með-
vitund hennar fylginautur.
»Af því að jeg er umsetin í hverju horni«, rnæltí
hún við sjálfa sig, »verð jeg að leita einverunnar
úti, því að Eyjafjarðar-skipin leggja af stað þessa
daga, og jeg verð að rita Jóni inínum nokkrar
línur og það undir eins. Kirkjugarðurinn er hinn
einasti óhulti staður. Ef þessir höfðingjar ljetu
okkur óáreitt, skyldi jeg láta þá óáreitta. En
þess er nú gkki kostur. Ljóssins heimkynni eru
ekki mín heimkynni. Jeg verð því að leita hinna
neðri heimkynna. Til þess eru þau til, að mönn-
um leyfist að nota sjer þau«. Með þessum hug-
renningum reikaði hún út í kirkjugarðinn, litaðist
enn um og settist þá á leiði Benidikts bónda síns,
»til þess«, hugsaði hún, »að hann liggi kyrr. Jeg