Draupnir - 20.05.1892, Síða 48
44
Vegurinn á fram. Á fram hljóðar lífsins mikla
allsherjar lögmál, — að beita hnúum og
hnefum og láta aðra bera sig að takmarkinu!
— jpað getur þó skjöplast. Jeg hefi jafnan
fylgt þeirri reglu og lítið unnið, — setið í fang-
elsi um langan tíma«. — Við þá hugsan dró hann
brýrnar saman. — »Jeg hagaði mjer ekki hyggilega.
Aldrei, hvernig sem óstatt er, má sá, sem keppir
að einhverju takmarki, grípa of snemma eptir
hefndinni. En það gjörði jeg því miður. En að
sá og plægja hyggilega, bíða eptir uppskerunni,
þar til er hver stöng verðnr skoriri upp með rót-
inni, það er listin. Jeg bar blakið óhyggilega af
mjer, lýsti nokkrum konungs-refum með helzt til
einkennilegum iitum, í stað þess að haga gildrunni
þannig, að refurinn hefði skroppið fram úr gren-
inu beint f fangið á hlutaðeigcfndum. Nú er komið
sem komið er. Jeg verð að byrja á nýjan leik.
Verkin eiga að lýsa sjer, og þá stendúr verk-
tneistarinn á sínum stað. — Hum! jpað er listin.
Hum ! Betra er seint en aldrei«.
f>að var klappað ó dyrnar.
Jón spratt upp og hljóp til dyranna í einni
evipan.
»Býr Jón Eggertsson hjer?«
»Kalla má, að svo sje! Eða hvað viljið þjer
honum«? Og Jón festi augun á dökkhært væsk-
ilslegt nngmenni, sem varla var vaxin grön. »Jeg
kem yður ekki fyrir mig«, mælti hann eptir ná-
kvæma yfirvegun, — »eða hvað heitið þjer?«
Pilturinn hvessti á hann svört, snör augu og