Draupnir - 20.05.1892, Page 52
48
um frá sjer, talaði við sjálfan sig og bölvaði jöfn-
um höudum.
»Allt í uppnámi heima. pað er engiu nýjuug-
Djöfullinn, þótt hann sje slægur, er hann þó aldr-
ei sjálfum sjer samþykkur, hversu sem- við hann
er leikið. ■— Landfógeti á ferðinni, hefir þegið
mútur af Birni Masnússyni. þetta skal komast
til eyrna valdsmanna hjer, af jeg lifi, og til eyrna
konungsins sjálfs. Jón Vigfússon orðinn biskup ^
Hólum! jpar skal hann aldrei þrífast til lengdai'-
Allir prestar honum fráhverfir. Griffenfeld,
verndarengillinn hans, í faugelsi. jbar stendui'
tignin á völtum fæti. Já! Nú er Norðurland ekki
fýsilegt, og þó getur það orðið enn hraklegra.
»Hvað lengi á dimman að drottna og drif blautt
að vökna?« Sigríður mín er orðin ráðþrota! Hvaf
eru þá ráð að finna? Galdrakonurnar hennar erU
dauðar! En nógar eru eptir samt hjer í Dau-
mörku, sem ekki hafa enn verið bakaður af þessuur
jarðneska hreinsunareldi. Á hinn tilkomanda eld,
sem prestarnir boða, trúi jeg ekki stórt, og víst
er um það, að þeir trúa ekki sjálfir á haun, þv^
að þeir vinna með krapti verk helvítis, og óttast
þá eklcert bál. En hvað á jeg nú til bragðs &ð
taka til þess að rjetta við mál mín? til þess &ð
halda æru minni, góssi og klaustrinu? þeir haf&
ekki ætlað að skilja mjer mikið eptir af heim3"
munaðinum. Ha, ha, ha!« — Hann hló, svo &ð
undir tók í herberginu, örvæntingar- og heiptar-
hlátur, og lá síðan þegjandi og hreyfingarlaus uiu
hríð, en hugsaði því skarplegar. »011 brögð befi
jeg nú haft um hönd, þau er þróast í þessu vorU