Draupnir - 20.05.1892, Side 54
RO
»Fyrst er nú það, að hinn gamli meðbiðill þinn,
Jón Sigurðsson sýsluniaður í Borgarfjarðarsýsln
hefir verið að ferðast um Norðurland með land'
fógetanum, og er kominn í mikinn veg hjá honuffl-
Eru þetta ekki góðar frjettir?«
»Frjettir eru það að vísu«, mælti Loptur glott-
andi. »En þó þykja mjer það betri frjettirnar, að
Jón hefir átt þrjú launbörn fram hjá Bagnheiði
okkar. Óvíst, að jeg hefði átt þau fleiri, þó að
hún hefði orðið mín«.
»Er þetta nú gleðin þín?« spurði Jón.
»Með öðru fleiru tel jeg það fagnaðarauka«.
»Og hvað fleira gleður þig?«
»Að Torfi prófastur, faðir hennar, hefir ekki
auðgazt stórt af okurpeningum Brynjólfs biskupSi
því að djöfulliun sleikti mikið af þeim upp» með
loganda eldi, þegar brann í Hraungerði«.
Jón hló! »Jeg heyri, að ást þín er nærri þ^1
eins eldfjörug og mín. En þó mundi jeg í þínuto
sporum kalla það happið mesta, að Torfi prófastui'
er orðinn geðveiklaður maður út af reitunum’
Við erum báðir raunamenn og ættum því að hjálp3,
hvor úpp á annan í sameiginlegum kröggum«.
• Hjálpa hvor öðrum ?« mælti síra Loptur. »Hverj-
um skyldi jeg nú geta hjálpað. Jeg er orðinn
þreyttur og gamall. En þú þar á móti dregut
alla höfðingja Islands undir ákærur«.
»Og allir baða þeir þó í rósum«, mælti Jón og
bljes þuugt við.
•Nema Björn gamli Magnússon frá Munkaþverá«,
mælti síra Loptur. »Hann hefir nú orðið að flýjft
landið fyrir skuldum, og dvelur nxi hjer í Iíaup'