Draupnir - 20.05.1892, Page 57
53
»Já! Án hans verður þeirri aðferð ekki við
komið«.
»þá er að sjá við þeim leka. Við skulum tala
betur um þetta seinna. En er nokkurt manns-
bragð að íslenzku stúdentunum hjerna?« #
»Víst eru mörg góð mannsefni á meðal þeirra,
ef kjör þeirra falla hentuglega, ef þeir lenda ekki
í ástarbrellum sem jeg. ji>ær eta upp beztu rótina
4 lífsakri vorum«, og síra Loptur stundi við.
•Viltu ekki koma mjer í kynni við þá, stúdent-
ana?«
»Já, gjarnan, en þó fljótt, því að jeg ætla mjer
bráðum til Noregs á fund gamla velgjörðavinar
^n’ns, þ>ormóðs Torfasonar«.
Jón spratt upp: »Mjer er eldcert að vanbúnaði,
°g jeg þarf að hressa mig eptir fangelsisveruna.
Stiídentalífið er eitthvert hið frjálsasta, sem hægt
er að kjósa sjer«.
»En þú ert haldinn því líkur skaðsemdarmaður,
! að allir eru skelkaðir við þig, nema jeg, sem
ekkert hefi að missa«.
»Og þó hneigi jeg eyru konunganna að bænum
^ínum. Skyldu þá þessir nýgræðingar, sem ekki
er sprottin grön, fá hrist mig af sjer?« og háðsbros
Mok um varir hans.
Síra Loptur mælti hugsandi: »Já, það er nú
Það, sem jeg er hræddur um. ]pú ert sem eyðandi
eWur, er svíður rótina, meðan yfirborðið er heilt,
°8 enginn verður var við spellin, fyrr en geig-
v®nlegir blossar gjósa upp, þegar öll hjálp er
úmöguleg«.