Draupnir - 20.05.1892, Page 62
58
■dóm sinn, með því að hugsa um liðna daga, súi*a
og saeta, og fram á hinn síðasta vin lífsins, dauð-
ann, því að það var hann í huga þessarrar guð-
elskandi, hógværukonu, —ekkert annað. Hún dvalúi
opt í huga sínum við brúðkaup meistara Brynjólfs>
og hversu það reiðarslag hafði gegnumníst allar til*
finningar hennar á vonardögum æskunnar. »0g þð
iitvaldi drottinn mjer miklu hentara hlutskipti«>
sagði hún í huga sínum. »Nú hvíla fiestir sanJ-
tímismenn mínir í skauti jarðarinuar, og þar á með-
al Brynjólfur, eins saddur lífdaganna og jeg verð,
eða saddari. Hvílíkan skugga vjer erum að elta,
sýnir liðni timinn oss helzt til vel«.
Ungu börnin gengu inn. Börnin hjeldu áfrau1
leikum sínum. Gamla Steinka hafði nú hagrsett
reykháfnum og möglaði yfir óláni sínu, að vera nu
afnáma eldabuska, og vera þó barnamóðir síra Daðft
Halldórssonar á Núpi. jbað hefði þó verið munur
að giptast honum, eins og hann hafði lofað hennu
Hn þá byrjaði ofsókn Brynjólfs biskups, svo að
ekkert varð af því. »Forlögin, þessi ósveigjanlegu
forlög, sem ákvarða surna til mæðu, suma til sælu,
hafa meinað mjer að njóta lífsins, og það getur
ekki öðrn vlsi verið«. Mælti hún þá hátt fyi*J('
munni sjer þetta etef úr líksálmi HallgrífflS
Pjeturssonar:
»Bón ei nje bræði mildir
hans beiska heiptar þel«.
Kristín hrökk upp úr hugrenningum sínum við
orð hennar, sem hún mælti fram fast með áherzlu-
»Hvað ertu að segja, Steiuka mín?«