Draupnir - 20.05.1892, Page 67
63
Og jpórclís þerrði augu sín og gekk til gestastofu
íneð Kristínu.
Arni var þar fyrir og gaf þórdísi spyrjanda með-
aumkvunarauga. Hún leit fyrst undan. Hann var
orðinn umbreyttur. Hún varð þó smám saman
ófeimnavi, sendi honum fyrst stolið augnaráð, en
það endaði á því, að augu hvors þeirra hjeldu langa
rannsókn yfir hins hjarta. Hennar spurðu: »Annt
þú mjer svo sem þú gjörðir? Viltu taka þátt í
Sorgum mínum?« Og þau grófu sig dýpra inn í
þelgidóm tilfinninga hans. #Jú. Hann er hinn
sami og hann var«, hugsaði hún og túlkaði mál
augna hans á þann hátt. Með þessari sætu von
gekk hún rólegri til sæugur, svaf vel um nóttina og
reis árla úr. rekkju. Vonir hinna ungu eiga svo
ínikinn krapt í fylgsnum sínum, að vantrúin getur
aldrei nægilega ausið örvæntingu í þann eld, fyrr
en aldur og reynsla rjetta þar til öfluga hjálpar-
þönd.
Daginn eptir var veðrið heiðskírt og kalt. Hest-
arnir stóðu söðlaðir á hlaðinu, en ferðatnenDÍrnir
voru ekki komnir út. Biskup og sýslumaðar sátu
\ stofu o'g ræddust við hljótt. En þau þórdís og
Árni sátu þegjandi, sitt hvoru megin dyra. — Býslu-
*naður hristi djúpt höfuðið yfir einhverju, sem
biskup hvíslaði eyra hans. Biskup ljet höfuð hníga
á bringu sjer, hvað eptir annað, en hóf það þó
lafnan aptur með alvörugefni, og sagði: »Svo sem
þú manst, gekk það nú allt saman þolanlega á
þinginu. þórður biskup er jafnan sjálfum sjer lík-
Ur- Hann vill öllum vel og vill öllum málum miðla.
®n sakargiptir eru þungar«.