Draupnir - 20.05.1892, Page 77
73
•Hann þagnaði og virti Árna fyrir sjer, og sá með
gleði, að orðin bitu svO sem tvíeggjað sverð. Til-
ganginum var náð.
Arni ljet höfuð huíga á bringu, og liugsaði;
‘Hann mælir satt mál. jpað er heilræði að bíða,
°g sjá hvað setur, hversu biskup sleppur frá mál-
Um sínum. Jeg er ekki nógu vel æfður í skeyt-
iogarleysi, til að verða að athlægi fyrir teugda sakir,
Jeg skal bíða. Elski J>órdís mig, bíður hún líka.
Hlski hvin mig ekki, þá er engu sleppt«.
Púsi hvessti á hann augun og sagði: »Hvað
8egir þú til þessa?«
»Að við skulum byrja á störfum okkar«, mælti
Árni.
þórdís sat og beið. jpeir Arni og Leirulækjar-
fúsi komu út iir herberginu, en Arni forðaðist
fund hennar; var þó viðkvæmur og vinalegur; en
hraðaði sjer af stað með Fúsa, sem hann kvaðst
h&fa margt að semja um við; kvaðst ætía að
^velja í Hvammi næsta vetur hjá síra Páli Ket-
^ssyni, frœnda sínum, og kvað eigi ólíklegt., að
fundum þeirra bæri saman síðar. Að því búnu
kvaddi hann vingjarnlega og fór leiðar sinnar með
Vigfúsi.
Síðar um haustið fór Jón.biskup vestur i Kif
°g ætlaði þaðan utan. En degi áður en út skyldi
feggja, laskaðiet skipið og varð ósjófært. Varð
biskup við það að hverfa aþtur norður og fór
Ípórdís dóttir hans með hönum. Var þá loku
fyrir skotið alla sainfundi þeirra Arna. Hann fór
sumarið eptir til Kaupmannahafnar alfarinn hjeðan
ftf landi.