Draupnir - 20.05.1892, Page 79
75
eiou vatni. Ljósglæra skein út ura litla hornrúðu,
sem var á kofanum framanverðum. Loptur mælti
lágt við fjelaga sinn: »Hjer fáum við vaxkrógann*,
og þeir lögðu stórt högg í dyrnar. Einhver kallaði
inni fyrir með hásum málrómi: »Hver er úti?«
Loptur prestur sagði til sín, og jafnskjótt laukst
hurðin upp og þeir gengu hálfbognir inn, prestur
ú undan. Niðamyrkur var inni. J>eir heyrðu
tokkhljóð, gengu þá fyrir ránghala og inn í lítið
herbergi. |>ar sat gömul kona og spann. Hún
hafði uilarlopann vafinu um höfuðið, sem raktist
oiður jafnóðum og hún spann; en í öðru munn-
vikinu hafði hún langa tjöruspýtu, sem logaði á
og lýsti henni við verkið, og kastaði eins kouar
töfraglampa á allt umhverfis. Jón mælti lágt við
prest: »Erum yið þá komnir í helvíti?«
Konan hrökk við og leit til þeirra. Spýtan
hrökk ofan í lekatjörn á gólfinu; ljósið dó og þeir
stóðu í niðamyrkri.
»út! Komum út!« mælti Jón.
»Jeg hugði, að þú værir myrkursins barn«, mælti
Síra Loptur. »j?etta er konan, sem jeg hefi talað
om við þig«.
»Ó, nú skil jeg það! Jeg hjelt, að þú ætlaðir
eð koma mjer í einhverja gildru*.
»Og hví það?«
»í einhverju hagnaðarskyni*.
•lllur á sjer jafnan jlls von«.
»Ljúkum þá skjótlega erindunum«, mælti Jón.
»Er kerlingin hjer einsömul?«
»Já, nema blindur karl, sem gætir dyranna*.
Loptur hvíslaði einhverju í eyra kerlingar. Hún