Draupnir - 20.05.1892, Page 80
76
áttaði sig skjótt, kveikti á nýrri tjöruspýtu rueð
tinnueldi, leit þá flóttalega umhverfis sig, og að
því búnu laumaði hún vaxbarninu að presti og
mælti: »Jeg hefi haft mikið fyrir að fá það«, og
fjekk þá hóstakviðu svo mikla, að munnvatnið
fauk, svo sem vatns-úði á þá Jón. þegar hún náði
aptur andanum, bað hún þá að fara sem skjótast,
og fara leynt með; annars yrði bálið hlutskipti
sitt sem svo margra annarra. »Jeg hefi«, mælti
hún, »sagt Lopti presti allt um það, hvernig á að
hagnýta sjer það. þið verðið að fá hreina og
óspjallaða mey, til þess að bera það undir vinstra
handlegg í fjörutfu vikur«.
»það er langur meðgöngutími fyrir þetta fóstur!«
mælti Jón, því hann var hræddur um, að Björn
Magnússon yrði farinn úr landi, áður en sá tími
væri liðinn.
»Já«, mælti hún. »það verður nú svo að vera,
ef duga skal«.
»Nú, nii!« mælti Jón gremjulega: »Hversu skal
þá með fara?«
»þið fáið ykkur skírnarvotta og látið vígðan
prest skíra það í kirkju, sem hvert annað barn«.
»f>að er illur þröskuldur í vegi«, mælti Jón,
»því að nú hefir prestunum verið boðið að fletta
ofan af höfði hvers barns, áður en það er skírt«.
Hann hugsaði sig þá um og sagði: »Hversu á
svo með að fara, kona góð?«
»Jeg hefi sagt síra Lopti það«, mælti hún byrst.
»þið grafið það undir kirkjustól mauns eða kotiu
þeirrar, sem þið viljið firra gæfu, og he!zt með