Draupnir - 20.05.1892, Page 81
77
prests aðstoð, svo sem þegar lík eru jarðsett og
hafið við særiugar*.
»Kenn þú oss þær?«
»þær velur hver eptir eigin geðþótta«.
»þá er erindinu lokið, síra Loptur! og borgaðu
henni skjótt«.
Loksins var öllu þessu lokið og þeir þræddu
sama krókaveginn heim til sín, og kerlingin settist
aptur raulandi við rokkinn sinn.
Heima í herbergi Jóns, sagði hann við síra Lopt:
“Hvenær ætlar Björn Magnússon hjeðan?«
»þegar fer að vora, líklega«.
Jón fór að telja eitthvað á fingrunum. »það
hrökkur til«, sagði hann, ef allt fer skaplega. Bn
gengur hann opt í kirkju?«
»A hverjum sunnudegi í allar þrjár messurnar.
Hann er guðrækinu maður«.
»En á hann nokkurn sjerstakan stól?«
»Ekki svo jeg viti. Hann situr hingað og þang-
að, en gengur þó jafnan í sömu kirkjuna«.
»Litlu nær! Eu hverjum Islendingum er hann
handgengnastur?«
»Jóni þorkelssyui Vídalín. Björn er bróðir Gísla
Hlíðarenda, og Gísli hefir gjört vel til Jóns«.
Jón þagnaði við: »þá verða einhver ráð! Jeg
®tla Birni krógann hjerna — þjer að Begja«.
»þar fær hann ellistoðina, fyrst ekkert hefir mátt
8tyðja hann«, sagði síra Loptur. »Ógæfan getur
orðið þeim aö gæfu, sem gæfan verður að ógæfu.
Hpp af blönduðum efnum vaxa jurtirnar, segja
grasafræðingarnira.
Jón hló, og Loptur prestur reyndi að gjöra það