Draupnir - 20.05.1892, Blaðsíða 82
78
líka. Bf allt þetta gengur að óakum, þá ætlast jeg
til, að þú skírir krógann fyrir mig, sfra Lopturl
Jeg skal borga þjer það eins ríflega og klerkar
þeir, sem þú hefir þjónað f viðlöguim.
»8kíra vaxbrúðina, Jón? — Nei! þ>að gjöri jeg
ekki. Jeg hefi nú upp fyllt nauðungarloforð mitt,
að útvega þjor vaxbarnið, og þá er starfa mínuro
lokið«.
»Við skulum ræða betur um þetta, Tjoptur minn!
Við erurn fundnir, en ekki skíldir. það má hafa
gott af mjer eins og illt, og jeg veit, að þú hefir
ekki kynokað þjer við smábrellum fyrr, því að það
veizt þú, sem settir galdraspjaldið uudir höfuðið á
Bagnheiði Torfadóttur«.
»Jeg setti aldrei neitt galdraspjald undir hausinn
á henni. |>að gjörði enginn. En Daði Halldórs-
son setti eitthvert spjald undir höfuðið á Vilborgu
nokkurri, serm seinna gekk að eiga síra Ólaf Gísla-
son. Nóg er nú samt, þó að satt eitt sje sagt«.
»Já! Daði Halldórsson«, sagði Jón Eggertsson,
hrifinn í anda. »það er virðingarverður karl í mín-
um augum. Hann hefir í meira lagi vitað jafn-
langt nefi sínu, —- fyrst að komast yfir hina tign-
ustu mey, og svo að Ieggja annan eins stórbokka
og Brynjólf biskup í gröfina! Jeg vildi, að jeg gæti
klekkt svo sleitulaust á óvinum mínum«.
»Já«, kvað síra Loptur, og mælti seint ög með
efablendni: »|>að var nú eitthvað óskiljanlegt.
Galdramaður held jeg hann hafi þó aldrei verið,
garmurinn!«
»Hvað var það þá, prestur minn! er olli afrek-
um hans?«