Draupnir - 20.05.1892, Page 84
80
Óhappaferð.
Jón biskup var nú setztur að Hólum og gekk honuni
allt ömurlega, það er til annarra manna þurfti að
eækja; en búi sínu stjórnaði hann vel og skörulega-
Niður gekk með stólsjarðir og leigur. Landsetar viku
burt af jörðunum og gjörðu engin skil stað og kirkju.
Sumir gáfu veð í föstu og lausu, sum gild, sum
ógild, og allt gekk á trjefótum. Jón biskup stóð í
þessu öllu eptir bezta megni, því að tilhliðrunar-
samur var hann ekki.
Árla einn morgun ljet haun söðla hest sinn til
burtferðar. Hann hafði tvo lausa hesta og tvo
sveina og ræddi ekki um, hvort fara skyldi.
Frú Guðríður horfði undrandí á hann í ferðaföt-
UDum og sagði stillilega: »Ætlarðu þá aptur að
fara af stað, Jón minn?«
»Jeg má til, Guðríður mín! Hjer er euginn frið-
ur«.
»Hvert nú?«
»Norður í Eyjafjörð, kona!«
»Svona fámeunurog svona seint á hausti ?« spurði
hiin.
»Já, þetta er engin visitazíuferð, og jeg er eng'
inn yfirlætismaður. Jeg fer að vita, hvort veð-
skuld bóndans á Hofi er rjett«.
»Hvar er hún?«
»Hún livílir á jörð einni innarlega í Eyjafirði-
En þær eru stundum falsaðar þessar veðsetningari
og því verð jeg að fara sjálfur. Jeg hefi og í serin
önnur horn að líta með peningaútlát, þó að jeS
kaupi ekki menn til allra ferða, og heimamenn hafa
nóg að starfa*.