Draupnir - 20.05.1892, Page 92
88
jeg var heima á íslandi síðast. Hún er nú orðin
fríð mæri,
»|>að er nú svo, Arni minn! þá hefir þjer ekki
þótt ættgöfgi hennar eptirsóknarverð, er heim kom«.
»Ekki steudur það svo mjög í vegi. En hún á
líka .miklu ásjálegri systur, þótt hún sje ung enn«.
»Ekki er að tala um staðfestuoa í kvennasökunuro
hjá ykkur frændum«, sagði Jón og fór aptur að
'lesa«.
Arni þagnaði og hugsaðr: »Jeg get engu tauti
við hann komið. Allt, sem jeg segi og gjöri, leggur
hann út á versta veg, og það af því, að jeg rændi
hann ástum barns eins, augnabliks-kærleika þess,
því að þórdís hefði sjálfsagt verið búin að gleyma
honum nú, eins og mjer — að nokkru leyti«. Hann
hóf upp höfuðið með tign, hvessti rólega augun á
Jón Vídalín, rjetti honum höndina og sagði stilli;
lega: »Látum nú hið liðna vera gleymt, og tökuiö
saman vina höndum, því að ekkert hefir aðskilið
okkur nema stríðni á mína hlið, en geðstæki á þína
hlið. það eru tveir'eiginleikar, sem við getum okk-
ur að skaðlausu án verið. Er ekki svo?«
Jón rjetti honum höndina, svo sem hugsunarlaust
og hjelt á fram að íesa.
»f>órdís var ekkert nema barn, þá er við strídd-
um um hana. Nú er hún þar á móti falleg og
gjafvaxta mær«.
»Hver talar nú um hana?« mælti Jón óþolin-
móður.
»Jeg tala um hana, af því að him varð til þess
að gjöra okkur að andstæðingum«.
/