Draupnir - 20.05.1892, Page 93
89
»Eðlisfar okkar hefir gjört okkur að andstæðing'
um«, mælti Jón.
Arni mælti broaandi, en þó alvarlega: »Jeg veit,
að við erum óskaplíkir. En þú veizt, að andstæð-
ustu skapsmunir binda sig opt hvað fastast saman«.
»Satt er það, Árni!«
»þú skalt þá vita, að mjer býr ekkert fláræði í
hug við þig. Jeg vil einungis vara þig við hættu,.
sem vofir yfir þjer!«
»Hættu!» sagði Jónog spratt upp, en settist apt-
ur.
»Já. Hættu kalla jeg það, að binda vináttu og
fjelagsskap við alræmdan ref og rógbera, sem öll-
um hefir á knje komið, sem við hann hafa lag sitt
bundið«.
»Er það Jón Eggertsson, sem þú átt við?« mælti
Jón Vídalín, og hugsaði sig um.
»Já. það er Jón Eggertsson. Eða hví ertu
farinn að ganga þrisvar á hverjum ' sunnudegi í
kirkju með gamla Birni Magnússyni frá Munka-
þverá?«
»Af því að jeg hugði það mundu engri yfirvof-
andi hættu valda, að ganga svo opt í kirkju sem
ttijer gott þykir«.
»í sjálfu sjer er það heldur ekki. En liggi eitt-
hvað illt og ósæmilegt undir kirkjugöngunni,
þá . . . .«
Meira gat Árni ekki sagt. Jón stökk upp, afar
reiður, lagði bylmings högg í borðið við nasir
Árna, svo að bókin hrökk ofan á gólf, og sagði:
»Hefir nú sá hábölvaði skemmdar-vargur, djöfull-
inn, inngefið hjarta þínu þessa lygi, Arni?a