Draupnir - 20.05.1892, Page 97
93
fann sjálfur upp á því, að fá hann fyrir skírnar-
vott að munaðarlausu barni, sem hann ætlaði að
taka til fósturs. Jeg get því verið laus allra mála,
og það er eflaust heppilegast að verða það sem
allra fyrst. Nauðungareiður er enginn eiðurn.
»Hverju svararðu mjer?« spurði Jón þorkelsson.
»Hjer er ekki tími nje staður til að ræða um
slíkt«, sagði síra Loptur, sem nú hafði fyllilega
áttað sig. »Við skulum ganga út á Amakur, svo
að enginn heyri til okkar«.
»|>að verður bezt, síra LopturU kvað Jón, og
þeir stefndu þangað.
Löngu síðar komu þeir aptur, og er vegir skild-
ust, sa-gði Jón: »Nú geturðu heilsað djöfladýrkar-
anum frá mjer og sagt honum, að Björn Magnús-
son sje farinn til Islauds, og að honum muni vera
ráðlegra að grafa barn sitt í stóli hans í Munka-
þverár kirkju í Eyjafirði, því að haun er sloppinn
úr klóm hans í þetta sinn. — En hví hefir Jón
komið mjer í kynni þessarra herforingja?«
»það veit jeg ekkert um, Jón minn!« sagði síra
Loptur og marghristi höfuðið, og Jón sá, að hann
talaði satt, og áleit það af tilviljan orðið hafa.
•Mennirnir eru geðugir menn, þó að þeim hafi
viljað það 3lys til að kynnast við Jón. Jeg bjó
heldur ekki yfir neinu illu, þó að jeg þekkti hann.
Djöfullinn setur sig eins ófeiminn í helgidóm guðs
og hvar annarstaðar#.
•Mundu, hverju þú lofaðir mjer, JónU sagði
síra Loptur, um leið og hann gekk á burt.
»Að þegja og láta þig ekki gjalda hreinskiln-
innar! Já! |>að skal jeg muna. Og meira að