Draupnir - 20.05.1892, Page 98
94
segja: jeg skal láta þig njóta þess, að þú sagðir
injer þetta«. Yppti hann þá hattinum og gekk
heim.
Síra Loptur gekk veg sinn bæði ánægður og
óánægður,—ánægður af því að hafa varpað þessu
illræði af samvizkunni, en óánægður af því, að
finna nú ekkert ráð upp til þess að verða sýkn
saka í augum Jóns Eggertssonar fyrir uppljóstr-
anina. Hann var svo utan við sig út úr þessum
hugrenningum, að hann vis3Í ekki fyrr til, en hann
var kominn að húsi því, sem Jón bjó í. »Fyrst
hingað er komið«, hugsaði hann, »þá skal jeg halda
á fram«. Hann gekk upp tröppurnar, klappaði á
hurðina, lauk upp og stóð á miðju gólfi, áður en
svarað var. þar sat Jón Eggertsson við borð
og var að svara brjefi Sigrfðar konu sinnar. Hann
hrökk við, er svo skyndilega var inn komið,
hvessti augun á sfra Lopt og sagði: »Hvað er nií
í frjettum, síra Loptur minn?^
»Björn Magnússon er farinn til Islands«.
Jón missti pennann: »Já. Mikið helvíti! Og
stúlkan var því nær búin að ganga með!«
Síra Loptur hagnýtti sjer geðshræring hans,
gekk út og kom aldrei fyrir augu hans framar.
Jón þurfti hans þá ekki lengur með og leitaði
hans ekki.
Litlu síðar fór síra Loptur á fund þormóðð
Torfasonar og sagði honum vandræði sfn. þor-
móður kvað hræðslu hans eina hafa valdið floga-
veikinni, og Jód einungis hafa hrætt hann með
brónnisteinsgufu, og hló dátt að. Við það batnaði
Lopti.