Draupnir - 20.05.1892, Síða 100
96
þar að hjá þórði biskupi, dótturmanni sínum. þá
var þar skólameistari þórður þorkelsson, bróðir
Jóns Vídalíns, sem þegar hjer er komið hafði
lokið guðfræðisnámi sínu við háskólann, og var
genginn í herþjónustu. þórður var læknir góður
og linaði opt þrautir biskups, og var hann honuni
einkar kær fyrir það og aðra hæfileika sína.
Björn prófastur í Odda kom opt að Skálholti,
kallaður og ókallaður. Nú reið hann í hlaðið með
fríðara föruneyti en vandi hans var til, þótt hann
væri glysgjarn. Veður var kalt og hvasst, þótt
ágústmánuður væri nýbyrjaður. Honum var fylgfc
til gestastofu, en biskup kom eigi til viðtals. Bn
þeir Grísli tengdafaðir biskups og þórður rektor
sátu og ræddu við hanm Konur unnu honuni
beina og frú Guðríður Ijet endrum og sinnum sjá
sig, og var þá fjörug og ræðin, svo sem hún átti
vanda til. jpótt- biskup kæmi ekki fram, var pró-
fasti ekki skemmtunar vant, þar sem svo margir
lærðir menn voru. Hann var skrautbúinn og ljek
við hvern sinn fingur, og höfðu þeir þórður rektor
ýms fræðandi umtalsefni yfir borðum, sem áheyr-
endur höfðu gaman og gagn af. þá er máltíð var
lokið, gekk prófastur til og frá um gólfið með
hendur í síðum, snörist á hæli, talaði við menn
eða svaraði til orða þeirra og var hinn ánægðasti.
Hann uiælti til frú Guðrfðar: »Br þórður biskup
sjúkur í dag?«
»Já, mælti hún og leit yfir þá menn, sem inni
Voru, og sá, að faðir hennar var þar ekki. Hún
mælti þá við þá þórð rektor og þorstein Gunn-