Draupnir - 20.05.1892, Side 102
98
»Jeg sný ekki aptur með það, sem jeg sagðir
prófastur góður! Jeg trúi ekki á afl ástarinnar«.
#0g þjer« — sagði hann með áherzlu — ngjörið'
það ekki? Má jeg þá spyrja yður, húsfrú góð!
Hvað kom yður til þess að ganga að eiga jpórð
biskup, mann yðar?«
»Jeg vildi giptast sem aðrar stúlkur. Jeg hafði
sjaldan sjeð þórð minn og þekkti hann ekkert, og
sama var að segja um. hann«.
»Um hann ?« sagði prófastur dræmt. Hinn
gamli orðrómur, að þórður þorláksson hefði elskað
Eagnheiði Brynjólfsdóttur, flaug í huga hans.
Brú Guðríður skildi, við hvað hann átti, fölnaði
lítið eitt og sagði: »Jeg var auðug kona. l>jer
munið víst enn, hversu margar jarðir þjer buðuð
í brúðarsæng mína á Hlíðarenda, þótt langt sje
um liðið. Svo var jeg vel ættuð og ef til vill—dá-
lagleg«. Hún fann skjótt, að hún hafði sagt of
mikið og snöri því orðum að prófasti með brosi
og fjöri, en þar út ur mátti bæði lesa hefnd og
fyrirlitning. »Haldið þjer þá, Björn prófastur! að’
jeg trúi, að þjer hafið valið yður jómfrú frúði
þorsteinsdóttur á Víðivöllum af ást?« Hún horfði
kýmin inn í augu hans, sem gremjueldur var far-
inn að kvikna í. Hver lifandi maður vildi, er svO'
var ástatt, fá annan eins snoppung og af þeirrJ
hendi, sem hann þorði ekki að snerta?
»Mjer er þá sama, húsfrú góð! hvað þjer ætlið'
um það. Jeg þekki bezt sjálfur hjarta mitt og,
hvatir«.
»Nei! Yður skjöplast, prófastur! Vjer konuri
sem erum óviðkomandi, þekkjum hvatir yðar betur-