Draupnir - 20.05.1892, Blaðsíða 106
með það, sem nauðsynlegt er, svo sem jeg hefi
gjört, og yður getur batnað apturn.
»Jeg á ekki við, það prófastur minn! að taka að
mjer fastan mann, til þess að vígja presta eða að
setja af minni hálfu prestastefnu á jpingvelli — til
þess eruð þjer sjálfkjörnir—, heldur til þessarra
smærri starfa,
Björn prófastur mælti: »Jón biskup er borinu
mörgum, þungum sökum á allar hliðar. Hann
þarf því sjálfur liðveizlu sonar síns. Um Jón
þorkelsson er og naumast að ræða. Hann er víst
of stórhuga til þess að takast nokkur smástörf á
hendur. — Jeg vil líka helzt vera laus við þess
iouar keppinauta, er Skálholts-stóll losnar«, hugs-
aði hann.
»Hvað um það, prófastur minn! Jeg vil þó fara
þessa á leit við meistara Jón á Hólum, að fá f>órð
son ha’ns; jeg rita honum um það með yður. það
er líka annað til erinda við hann. Jeg vil gjöra
hann varan við heimsókn, er hann á von á. Jeg
hefi sannspurt, að þeir Muller amtmaður og Heide-
mann landfógeti ætla bráðlega að ríða norður, til
þess að stefna honum í málum sínum. Jeg vil
fullvissa hann um þetta, svo að þeir hitti hann
ekki alveg óviðbúinn. Jeg ætla að rita honuW
um þetta með yður, sem jeg bið yður að afhenda
honum sjálfum og hughreysta hann í ofsóknurn
hans. Hann er mikill raunamaður og er helzt til
hart að honum gengið, þótt sumt kunni að vera
sjálfskaparvíti«.
»Jeg skal afhenda honum það sjálfur, herra
biskup! því lofa jeg yður. Mjer verður það innan