Draupnir - 20.05.1892, Page 107
103
faandar, því að Jón biskup mun ugglaust sitja
brullaup þórdísar dóttur sinnar. Orð yðar skal
.jeg bera honum, hvað seui hann svo gjörir. Við
Magnús Sigurðsson í Bræðratungu höfum áformað,
svo sem yður mun vera kunnugt, að halda brúð-
kaup okkar saman. Mjer muu þykja ærið skarð
fyrir skildi, þar sem þjer að líkindum ekki náið
að prýða samsætið með yðar heiðruðu nærveru.
|>að verður þó líklega góður tími, þangað til er
brúðkaupin standa, ekki fyrr en seint í haust*.
Hann horfði hálf-efablandinn á biskup, sem
hristi neitaudi höfuð og sagði: »Jeg?—Nei, pró-
fasbur góður! Svona á mig kominul það yrði
ekki til neins gleðiauka. Jeg vona, að Magnús
segi skilið við vín-nautnina með hjónaskálinni.
Honum hefir þótt sopinn — helzt til góður«.
»|>á er gamlir meun eignast ungar konur«, sagði
Björn prófastur, »þá fjúka af þeim brestirnir sem
J^yk«.
Allir, sem við voru staddir hlógu, nema biskup.
Frú Guðríður leit kýmin til prófasts og sagði:
‘Það er nú að segja, ef ástin er annars vegar.
Og nú, prófastur minn! Svefnherbergi yðar er til
feiðu; og þú, þórður minn! mátt nú ekki reyna
ftekara á þig í kvöld. þú ert búinn að tala svo
*nikið. |>ú veizt, að þú þolir það ekki«. Hann
bauð þá prófasti góða nótt, og þeir allir gengu
ofan.
Morguninn eptir var blíðasta veður. Magnús
frá Bræðratungu kom til móts við prófast með
föruneyti sitt og hjeldu þeir þá fram ferðalaginu,
þar til er þeir komu að Hólum í Hjaltadal síðla