Draupnir - 20.05.1892, Blaðsíða 112
108
ar um rjettlátar kröfur lífsins, til þess síðan að
merja það í sundur skeytingarlaust. Jeg veit, að
hinn sýkni á ekki að gjalda þess. Jeg veit allt
þetta, en fæ nii eigi við gjört«. þ>órdís tók andköf,
en varð bráít rólegri.
»En ertu þá viss um, að Árni elski þig ekki?«
»Nei, það er jeg engan veginn. En jeg er viss
um, að vegir okkar eru aðskildir«.
»Og hvernig getur þú verið viss um það, er þið
hafið ekki sjezt í mörg ár?«
þórdfs þagði um stuud. »Sjezt!« sagði hún síð-
an með geðshræringu. »Hjörtu okkar hafa sjezt«.
Hún tók brjef út úr barmi sínum og leit á, fjekk
krampadrætti í andlitið, bögglaði brjefið saman i
lófa sínum og stakk því aptur í barminn.
»Brjef frá Arna?« mælti Sígrfður.
»Já, brjef frá Árna, systir! — svo hart og óhjart-
anlegt, sem lýsir því bezt, hvernig hinn ímyndaði
heiður hans og menntunin eru búin að umskapa
hið hreina og viðkvæma ungmenni, sem jeg þekkti
og elskaði í Skálholti*.
»Brenndu það, systirU mælti Sigríður.
»það skal brenna hjer til eilífðar«, mælti jpórdís
og lagði höndina á brjóstið. það skal halda mjer
í skyldusporum mínum. |>að skal.............« — Hn°
talaði ekki út.
»Og hví hefir þú leynt mig þessu, systir?« spurði
Sigríður og hallaði sjer upp að brjósti hennar.
»Af því jeg þekkti hið sjálfstæða og stolta hjarta
þitt og vissi, að þú mundir aldrei samþykkjast
mjer í þessu, og jeg þóttist ekki nógu sterk til að
eiga Magnús, fyrr en jeg væri viss í minni sök«.