Draupnir - 20.05.1892, Side 113
109
»Ertu þá nógu sterk nú?«
»Já, nógu sterk!« og |>órdís hló kuldahlátur —
»nógu sterk í örvæntinguuni, til hvers sem vera
skal«.
»f>etta uppgerðarþrek svíkur«, mælti Sigríður.
»Svíki nú allt, sem svíkja má. Mjer er sama um
allt — allt — allt!« mælti f>órdís og spratt upp.
Sigríður stóð sömuleiðis upp. »En hvern hefir
þú haft fyrir trúnaðarmann?«
»Jón þorkelsson Yídalin«, mælti |>órdís rólegri.
»Jóu þorkelsson Vídalin?« endurtók Sigriður. »Og
þú hefir aldrei getið hans að neinu«.
»Jeg hefi litið talað um hann. Jeg þekkti hann
í Skálholti, og við skildum engir vinir. En jeg bar
þó jafnan traust til hans, og traustið sveik mig
ekki. — Hann gjörði sitt hið be^ta. Betur að jeg
hefði aldrei brugðið vináttu okkar«.
|>ær gengu nú þegjandi heitn á staðinn. f>á
snörist jpórdís á hæli og tók í hönd systur sinnar,
svo að hún stanzaði, og mælti bljúgari í lund: »Nú
verða skammar samvistir okkar hjeðan af. En jeg
vil biðja þig bónar að skilnaði«. Hún hvessti aug-
un á systur sína: »f>að fyrsta er, að láta engan vita
það, sem jeg hefi sagt þjer nú, og jeg veit, að þú
Kjörir það ekki, og það annað, að þú hjúkrir föður
okkar að mínum hluta — um fram að þínum hluta —
því að hann þarfnast allrar ykkar ástúðar við —
°g — og .. .« Hún ætlaði ekki að geta sagt meira.
»Qg, elsku systir!« mælti Sigríður og lagði hönd
um háls lienni. »Bið mig, hvers þú vilt«.
»Og að þú varir þig á þeim snörum, sem jeg
hefi af íhugunarleysi lent í. f>ú ert ung og fögur«.