Draupnir - 20.05.1892, Síða 114
110
Jpórdís huldi andlitið í höndum sjer og grjet sárt,
og þessi tár svöluðu hjarta hennar, því að þau
voru blíð og viðkvæm.
»Að jeg skuli vara mig við karlmönnum, JpórdíS
sj’-stir! Sú bæn skal þjer veitt. Jeg hefi enn elcki
sjeð þann mann, sem jeg unni svo rnikið, að jeg
vilji lifa með honum, og þín víti skulu mjer að
varnaði verða. Jeg skal herða hjarta mitt í gegn
þeim húðarselumn.
þórdís gat ekki varizt brosi. »það er annað vor-
hugi og annað hausthugi, systir!« mælti hún. »Astio
gjörir mann blindan«.
»En hún skal aldrei blinda mig«, mælti Sigríðui’.
Jpórdís brosti nú hjartanlega og þær leiddust ioo
í stofu og settust þar meðal gestanna.
Jón biskup og Guðríður kona hans sátu við borðið
sjer og ræddust við, nokkuð hljótt, þó ekki svo, að
launmáli líktist í anuarra viðurvist. Biskup var
sorgmæddur mjög á svipinn. Brjéf |>órðar biskups
hafði gefið honum ærið að hugsa um. Hann hristi
höfuðið til konn sinnar og sagði: »J>að verður óhjá-
kvæmilegt fyrir mig að fara utan«.
»Aður en jpórdís okkar giptir sig?« spurði hun
stillilega.
»Já«, mælti hann, dró munninn f kút og apýt^1-
»Já, snemma á mánudaginn«.
Hún Iaut niður að borðinu og tárfelldi, og svar-
aði með því að rjetta honum höndina.
Hann tók hönd hennar vingjarnlega og hjelt henni
stundarkorn á milli sinna, stóð síðan upp og mælti1-
»Jeg hlýt að fara hjeðan, áður en þeir höfðingjarnir
koma. Jeg hlýto.