Draupnir - 20.05.1892, Síða 116
112
Veðrinu. »Hvað vill það forað hingað?«. í því er
Ihann mælti svo, dró hann munninn saman og spýtti
hvað eptir annað.
»Hún ætlar að verða hjer við kirkju á morgun«.
»Hjer við kirkju? — Og hvar verður hún í nótt?«
»Hjor hjá okkur, elskan mín!«
»Jeg úthýsi henni«, mæltibiskup. »Hún las hrylli-
leg bölvunarorð yfir mjer, þá er jeg sá hana síðast
— í brúðkaupi Magnúsar Benediktssonar«.
»En jeg hefi lofað henni að vera«, mælti frúin«.
»An þess að spyrja mig um?«
»Já, elsku-Jón minn! Jeg gjörði það að þjer
foruspurðum, því að það er heiður okkar beggja,
-en vanheiður að úthýsa«.
Biskup dró augun í pung, og safnaði öllu því
rnunnvatni, sem til var, og spýtti því í allar áttir
með löngu millibili í fínum úða, svo að gestirnir
mjökuðu sjer undan, og gekk ótt og títt um gólfið
á rneðan. Hann nam síðan staðar og sagði við
fnr Guðríði: »A hvaða ferð er Sigríður nú?«
»Hún er á Okrum hjá Eggerti syni sínum, því
að svo sem þú veizt, hefir hún ekkert athvarf hjá
Magnúsi framar«.
»Já, hann er sjálfur athvarfslaus, glæpaseggur-
inn«, mælti biskup og fór að hugsa um eitthvað. —
»Jæja, Guðríður mín!« mælti hann enn fremur.
»Eyrst þá hefir lofað henni að vera, þá verður það
að standa. En láttu hana þá sofa uppi á dyra-
lopti, svo að hún verði ekki á vegi mínum«.
»|>að skal jeg gjöra, elskan min!« mælti hún og
klappaði á hendurnar .á honum. Að búnu tókU
raenn náttverð og fóru að hátta.