Draupnir - 20.05.1892, Blaðsíða 119
115
hún hafði fellt mörg tár yfir illsku hans og ósonar-
legri breytni gagnvart sjer; þá fyrst fór hún að
finna til einhvers, sem líktist barnaóláni. Fyrst
ttieðan hann ásótti einungis aðra, var hann í aug-
Um hennar hinn bezti sonur, gersemismaður í allri
grein. Eggert á Okrum í Skagafirði, sonur þeirra
Jóns Eggertssonar, sem hun dvaldi nú hjá, var
henni næsta ólíkur og óskapfelldur, og það taldi
hún með óláni sínu. »Nei!« sagði hún, og spratt
npp með nýjum dug. Eitt sporið enn fram á við!
Jeg hirði ekki um að snúa aptur. þessir góðu
öienn, sem svo eru kallaðir, lifa engu betur cn jeg.
£>eir hafa einungis betra lag á hylja sig í sauðar-
gærunni, og dugi þeim sú sauðargæra hinu megin
grafar, þá er minn hamur víst eins góður!« Nú
hló hún kuldahlátur og hnipraði sig í kút út í
utólshornið, og fór að leysa upp böggulinn, sem
hún hafði lagt í sætið. Síðan stóð hún upp og
8kundaði inn í kórinn, þangað sem biskup hafði
staðið um kveldið, og sagt, að Gottskálk hinn
grimmi hvíldi undir. þá tók hún upp hjá sjer
naglbít, sporjárn og litla öxi, og bisaði lengi við
Sólfið, áður en liún fjekk losað eina fjölina úr gólf-
lrm. »fíana nú! þarna gekk það!« mælti hún.
*Jeg hefi haft augastað á þessari fjöl síðan í gær-
Jag, er biskup sagði, hver undir henni lægi«. Sóp-
aði hún þá moldinni til beggja hliða með öxinni,
°g þá er holan var orðin nógu djúp, stakk hún
afiöngum böggli ofan í hana, varpaði moldinni yfir
°g jþuldi eitthvað fyrir munni sjer á meðan; negldi
að því búnu aptur fjölina yfirög sagði, um leið og
dró stól .biskupsins lítið eitt framar á gólfið«:
8*