Draupnir - 20.05.1892, Side 123
119
falla í hendur guðs, en ekki manua, og jeg er
sannfærður úm, að mjer veitist það«. Hann
klappaði á vanga jpórdísar og sagði enn fremur:
»þú hefir lagt þinn skerf til að auka mjer gleði
Og hefir fórnað þinni eiginni gleði. En þó mun
jeg einkis manns liðveizlu við þurfa. Hefði jeg
sjeð það fyrr, er bar mjer fyrir augu í nótt, þá
skyldir þú hafa beðið hæfilegra hlutskiptis. En
nú er það um seinan, og svo mun og hver ganga
sinn afskamtaða veg«. Hann táraðist og hún
sömuleiðis við brjóst honum.
það var messað um dagiun. Biskup sat í sæti
sínu, og Sigríður stórráða sá, að hann hafði fæt-
iirna þar, sem hún hafði ætlað honum, og hún
ftrekaði bænir sínar með krapti.
Litlu síðar var ferð hans búin utan og hann
sat ekki hina fjölmennu og dýrlegu veizlu þeirra
fjelaga, Bjarnar prófasts og Magnúsar Sigurðsson-
ar, um haustið á Yíðivöllum, og beið og ekki eptir
stefuu valdamannanna. En hún var lesin að
heimili hans forstöðulausu seint í sama mánuðin-
Um. Biskup komst utan, fjekk enga áheyrn og
homst að eins heim til þess að deyja sumarið eptir.
Óheppiiegt hlutfall.
Kvöldið var kalt og napurt. Attirnar börðust
hver við aðra og var ósýnt, hver sigra mundi.
Vindgusurnar þutu hver í fangið á annarri og
höstuðu snjóhvítum, glerhörðum kornjeljum hver í
andlit annarri. Við og við rofaði til og sást móta
fyrir blágráum rosaskýjum, sem fiugu og þeyttust
* jötunmóði, og holstungu hvort annað með horn-