Draupnir - 20.05.1892, Síða 125
121
Mjér var talin trú urn, að hann væri skjótastur-
til upphefðar. En jeg veit nú, að hann er skjót*
astur til uiðurlægingar. Jeg gekk þó inn í þessa.
gildru af frjálsum vilja. Já, af frjálsum vilja gerðl
jeg það«. Hann tók uú að athuga æfidaga sína,
þá er liðnir voru, og hann sá, að ýms atvik höfðu
beint honum inn á þennan veg. »Jón Eggertsson.
kom mjer í kunningsskap við undirforingjana,
sem buðu mjer fýsileg kostaboð, en hjeldu engin..
Gat jeg þá sjeð við þeirra prettum? Jeg hafði
ekki skapað hin slægvitru og lævísu hjörtu þeirra.
Nei! En jeg var of auðtrúa. I því er míu skuld
fólgin. Jeg, sem hafði fengið bezta vitnisburð í
guðfræði, og var líklegur til að fá gott embættif
þurfti jeg að fara að varpa mjer í þetta helvíti?1
|>á er Adam hafði fengið vald yfir öllum trjám í
aldingarðinum nema einu, þá var hann ekki x
rónni, fyrr en hann hafði líka fengið vald yfir því«.
Nú varð lítið hugrenningahlje. »Jeg var heldur
ekki í rónni fyrr en jeg komst í þenna kvalastaðn.
Síðan yppti hann öxlum með kæruleysiskulda,
og hóf aptur göngu sína, því að þá er heitu og
viðkvæmu hjarta er misþyrmt, dofnar það fyrir
öllu góðu og verður gramt og kalt gaguvart öllu
og öllum. En batni kjörin, áður en það verður
að steini, fellur hjelan af því, og það verður aptur
að hjarta. En dautt hjarta lifnar aldrei til lífs,.
hvorki við blítt eða strítt. Einhvers konar gremju-
blandin gleði og vonarlaus sorg hafa tekið sjer
þar bólfestu, og ekkert nema bjarmi guðs almættis
fær upplýst þau myrkraheimkynni. — »Jeg hefi«,.
hugsaði hann, »sjálfum mjer um að kenna. Jeg