Draupnir - 20.05.1892, Side 128
124
tímann, hverfum sjónum um sfcundar sakir, en
verkin verða eptir. Hvernig heldurðu, að umhorfs
sje þar?«
»1 nýja tímanum?« spurði Arni. #|>ar verður
engu að síður rœkilega sjeð fyrir þörfum vorum,
en þá er vjer komum eifct sinn ókunnir inn í
þennan heim, og svo ekki meira um það! Jeg er
enginn guðfræðingur!«
»Hjer er þá guðfræðingur á meðal vor«, mælti
pormóður og vjek sjer að síra Lopti Jósepssyni.
»Jeg guðfræðingur ? Nei, þormóður minn! Jeg
er nú orðinn ekki neitt í neinu«, og hann teygði
álkuna upp yfir höfuð hinna og mælfci: »Jeg sje,
að hjer vanfcar marga góða drengi í hóp vorn«.
Arni mælti: »Oss vantar þrjá, er jeg sakna,
helzt: Pál Jónsson Vídalín, Jón frænda hans,
þorkelsson, og Stein Jónsson«.
»Og, prestur minn«! mælti þormóður glaðlegur
við síra Lopt. »Ef þú værir sá galdragarpur, sem
vinur mínn heitinn, meistari Brynjólfur, hugði þig
vera, þá er hann reið fram á okkur forðum á
Vesturlandi, þá mundi jeg senda þig í hamför til
Islands epfcir þeim Steini og Páli«.
»Og jeg mundi ráða þjer, til þess að leita held-
ur Jóns Eggertssonar. Hann er mjer meiri í
íþrófctinnia, sagði Loptur presfcur.
þeir hlógu og sögðu: »Jón Eggertsson er nú á
annars konar gandreið, síra Loptur! Hann er dauð-
ur yfir í Svíaríki og verður kista hans send hingað
til Kaupmannahafnar sem fyrst, og svo hjeðan
lieim til Islands«.