Draupnir - 20.05.1892, Síða 133
129
sinn. Bn það er allíklegt, að jeg komi í stað hans,
því að nú er mjer ekki til setunnar boðið, ef Jón
biskup Vigfússon á ekki að livíla ærulaus í gröf
sinni. Hvar er þormóður? Til hans lít jeg helzt
með hjálpina«.
»Hann fór með landfógeta. þeir ætla að leggj-
ast á eitt með, að ná Jóni lausunu, sögðu þeir.
þ>órður mælti: »Tekst, þá er tveir vilja«.
»þú ber vel harm þinn, svo óþroskaður maður«,
xnælti Arni.
»Jeg er fyrir löngu þroskaður í einu tilliti«.
Árni svaraði: »í skóla mótlætinganna? Vitrir
menn kalla mótlætið dularklædda hamingjudís«.
J>órður hló kalt og mælti: »Já! Hún er í saun-
leika dularklædd#.
|>eir buðu hvor öðrum góða nótt, og skildu.
Skýjarof.
Næsti dagur var bjartur og fagur; himininn sendi
ekkert haglkorn og sólin þíddi smátt og smátt hjel-
una af götunum. Menn gengu til starfa sinna og
skemmtana. þórður Jónsson var meðal hinna
fyrstu, er heilsuðu morgninum, en umbreyttur var
hann orðinn í útliti og ásigkomulagi. Hið glaða
Og fjöruga ungmenni var orðinn nábleikur, og svo
var hann niðursokkinn í hugrenningar, að hann
gaf fáu gaum, sem fyrir augun bar Hörkublaudin
rósemi markaði hvern drátt í andlitinu, og út úr
augunum skein einhver voðaleg ákvörðun. Fæturnir
báru hann eitthvað út í bláinn. Hann vissi ekki,
'hvert hann stefndi, fyrr en hann rak sig á mikla
9
L