Draupnir - 20.05.1892, Page 135
131
f>órður hjelt áfram: »Jeg hafði fengið vonarbrjef
fyrir Hítardal, svo sem þjer mun vera kunnugt;
en í millibilinu komst síra Ólafur Jónsson að því
embætti. Nú hafði jpórður biskup í Skálholti mælt
svo um við föður minn sáluga, áður en hann kom
hingað síðast, að jeg skyldi aðstoða hann í milli-
bilinu. Nú or jeg að vfsu því nær búinn að Ijúka
námi. En æra mín og minna býður mjer að skilj-
ast eigi við mál vor, fyrr en þeim er lokið á einhvern
hátt. Jeg er því prestsstöðu í Skálholti alveg afhuga.
Nú mátt þú takast þann starfa á henduv, og —
verði hann þjer að góðu, mun þá mig, er þjer
gengur vel. Jeg verð hjer eptir og reyni að fá
hæstarjettarstefnu yfir sökudólgurn mínum. Jeg
byrja með því«.
I því bili fór kista Jóns Eggertssonar fram hjá.
Jón jporkelsson horfði á eptir henni og sagði: »jpessi
þarna skal beina mjer braut. Jeg skal fara í gagn-
stæða átt frá ráðum hans, hætta við herþjónust-
una og halda heim til íslands í vor með laudfó-
geta«.
*En fylgdu refnum þá að eins að greninu, en
ekki inn í það, því að það yrði þjer bæði heitt og
frosið helvíti«, mælti J>órður.
f>órður rjetti honum þá liönd sína og fór; en
Jón leit á eptir kistunni og hugsaði: »Hvar hefði
jeg staðið, ef jeg hefði aldrei þekkt þennan mann?
|>að er þung bölvan, að verða öðrum að fótakefli
og eptirskilja sjer fyrirlitlegt mannorð«.
9*