Draupnir - 20.05.1892, Side 138
134
eins vel fleytt honum að rjettu landi og Jónasi spá-
manni í kviði hva^sins. En svo sem þjer sjáið,
lenti hann í klóm valdamanna, og þeir eru uú að
brjóta innsigli vonar minnar þarna í tjaldiuu«.
Prestur var bæði hryggur og róiður, snöri sjer þú
aptur að þórði og mælti: »Nú er jeg svo skapi far-
inn, að jeg vil ekki gefast upp fyrr en í fulla hnef-
ana«. Hvíslaði haun síðan í eyra þórði: »þjer
farið aptur utan, biskupsson! Stingið þessu at-
hæfi fyrir mig að drottningunni. þjer sjáið hana
VÍBt?«
I sama bili kom Jón Vídalín þangað, og varð
fagnaðarfundur þeirra áhrifameiri en viðræður þeirra
prests.
Síra Jón stóð stundarkorn þégjandi og horfði á
þá á víxl og sagði síðan, um leið og hann gekk á
burt: »Nú mun jeg snúa heim aptur og hirða
ekkert um prestastefnu Bjarnar prófasts í Odda,
og láta svo fyrir berast heima.
f>eir vinir ræddust fátt við, áður eu þeir gengu
til tjalds amtmauns. — þórður ljet þar lesa yfir
valdamönnnum hæstarjettarstefnu í málum föður
síns. |>ví hafði hann fengið áorkað. »Meira síðar«,
mælti hann við Jón Vídalín. »Mjór er mikils
vísir«.
I öðrum stað stóðu tvær konur, nokkuð við ald-
ur, og ræddust við. Onnur var Sigríður hin stór-
ráða. Hún var há og grönn, lotin í herðum, blíð
á manninu, en hægtöluð. Hún hafði beint nef, eu
hátt enni, samsvaranda munn og mógrá augu. Hárið
var greitt til beggja hliða, svo að það huldi ennið
að miklu leyti. Hún bar uppmjóa gjörð á böfð-