Draupnir - 20.05.1892, Síða 142
138
átti aðaflífa þar á þinginu eptir áðurfelldum dómi:
nEnginn heldur vörð yfir kroppum þeirra. Nei,
enginn!« Um þetta var hún að brjóta heilanu.
Frú lögrjettunni, sem skipuð var 36 lögrjettu-
mönnum, hljómaði hæstarjettar-utanstefna jpórðar
Jónssonar til þeirra Kristófers Heidemanns, land-
íógeta, og fleiri sökudólga Jóns heitins Vigfússonar(
sem sumir voru á þinginu, en sumir heima að bú-
um sínum, og var valdamönnum boðið að birta
þeim hana, er heima sátu. Konungsbrjef nokkur
Voru upp lesin. Eitt var um það, að jþórður bisk-
up og börn hans skyldu hafa tillag af kirkjum
fyrir prentun á biflíunni; þá var og forboð á móti
lögkrókum og málalengingum; en aldrei voru þeir
þó verri en eptir það. Björn gamli Magnússon á
Munkaþverá syujaði með eiði ákæru nokkurri í svo
nefndu »tindalamáli«, og þetta alþingi var auðugt
af tilburðum af öllu tagi.
Mitt innau um manngrúann reikuðu guðfræðing-
arnir og ræddu mál sín, og guðfræðingar voru
margir í þá daga. þ>eir þórður Jónsson og Jón
Vídalín bentu báðir í senn á sama manuinn og
sögðu: »þarna er skólastjórinn í Skálholti, litli,
hvatlegi maðurinu, hann Páll Vídalín, guðfræðing-
urinn og lögvitringurinn«, og þeir gengu í veg fyrir
hann, heilsuðu honum og slógust í hópinn.
»|>arna kemur þá afnáma skólastjórinn, þórður
bróðir minn«, mælti Jón Vídalín. »Löðurmanulegt
að láta svæla sig út svo ssra ref úr greni«.
»Verra er að vera leystur út sem óbóta-bandingi«,
kvað þórður.