Draupnir - 20.05.1892, Síða 145
141
f>ær settust,. og allir urðu við það stilltir, sem
brúður, og skotruðu feimuum hornaugum til Sig-
ríðar, sem var hæglát og kurteis, fögur álitum og
barnung að aldri. Allir, nema Jón þ>orkelsson. Hanu
veitti henni litla eptirtekt, en reitti mosa við hlið-
ina á sjer og þagði. Bn hún aðgætti hann vand-
lega og hugsaði: »Hann er svona fálátur, af því
að hann er svo fátæklega klæddur«. Og það var
satt. I vinahópnum gleymdi hann ástandi sínu og
munaðarleysi. En er allra augu hófu sig upp til
Sigríðar og hann sá, að þeir voru verðugir keppi-
nautar, fanu hann til fátæktar sinnar og dró sig í
hlje.
|>órdís var skrafhreyfin, spurði tíðinda og sagði,
og ljet meiri gleði í ljósi yfir komu bróður síns en
Sigríður. »Móðir okkar«, sagði hún, »verður kyrr á
Hólum fyrst um sinn. Bn Sigríður systir mín
verður hjá mjer. Jeg er nýkomin xir kynnisför að
norðan«.
»1 nágrenninu þá«, hvísluðu einhverjir að Páli.
Björn prófastur joorleifsson rauf nú sinn klerka-
hóp og gekk til þeirra upp á brekkuna. En nokkrir
sveinar ljeku sjer þar neðan undir, eins glaðir og
áhyggjulausir og þeim aldri er eiginlegt. Sumir
voru langt að komnir með feðrum og vinum, og
nutu alþingisskemintanarinnar upp á sína vísu.
Prófastur tók hattinn ofan, þerrði af sjer svit-
ann og sagði: »Allt hefir nú gengið skaplega á
prestafundinum, og jeg er feginn að vera nú búinn
að afljúka mínum störfum hjer á þinginu í þetta
skiþtia.