Draupnir - 20.05.1892, Page 146
»Yðar störfum, prófastur góður?« spurði Páll Vídal-
lín.
»Já! Mín störf, rektor góður! eru nú að stýra
synódalrjettinum í sjúkdómsforföllum meistara f órð-
ar«.
Páll mœlti lágt við jpórð Jónsson: »Hann hefir
hingað komið upp eptir, til þess að biskupsstarfi
hans kæmist á orð. Nú megið þið halda uppi
ræðum«.
þórður Jónsson mælti: »P,r ekki farið að velja
biskupsefnið fyrir Norðlendingafjórðung enn?«
Björn prófastur setti andlitið á sjer í hæfilegar
stellingar og sagði: »það hefir verið gjörð bráða-
byrgðarráðstöfun. En það verður farið að vinda
bráðan bug- að biskupskosningunni. |>órður biskup
hefir til nefnt nokkra klerka og þar á raeðal mig,
og hefi jeg átt ræður um það við ýmsa merkis-
presta hjer á þinginu«.
|>órður jporkelsson mælti: »Mjer sýndist þjer
vera svo biskupslegur, prófastur minn! þegar þjer
stóðuð þarna á millij þeirra niðri í brekkunni, að
vjer dirfðumst ekki að kalla á yður inn í vorn
hóp«.
»Svo þjer dirfðust ekki að gjöra það! En jeg
kom ókallaður. |>að er annars ekki ósennilegt, að
svo fari sem þjer getið til, því að Páll gamli pró-
fastur Bjarnarson í Selárdal hefir skotið við elli,
og allir hinir einhverju, sem til voru nefndir, nema
síra Einar jporsteinsson norður í Múla ætlar, eins
og jeg, að hætta a hainingjuna!«
»Óhamingjuna«, mælti J>órður Jónsson. »Jeg vildi