Draupnir - 20.05.1892, Side 147
143
heldur vera fjósamaður en biskup á Hólum. Svo.
illa gafst föður mínum það«.
»Bkki tekst nú allt af eins til, jpórður minn!«
mælti Björn prófastur. »Maður verður fyrst að
læra að stjórna sjálfum sjer, áður en maður tekur
svo voidnga stjórntauma í hendur sjer«.
jpórður mælti nokkuð stutt: »þá ræð jeg yður
til, að æfa yður í þeirri þraut sem alira fyrst, því
að mig uggir, að þjer munuð alls við þurfa, engu
síður en faðir minn. Hann var hæglætismaður, og
það var herra Gísli jporláksson líka, og komust
þeir þó báðir að fullkeyptu. Norðlendingar hata
ekkert frekara en yfirlæti yíirboðara sinna«.
Björn prófastur ræskti sig, og braut upp á öðru
efni. Hann vissi vol, að jpórður var þess um kom-
inn að mæla með lionnm og móti erlendis, því að.
hann var kominn í mikinn veg: »Hver er þessi
ungi maður, sem er við hliðina á yður?« spurði
hann jpórð og hvessti augun á Jón Vídalín, sem
snöri olnboganum niður, því að augu prófasts og
jómfrú Sigríðar hvíldu á ræflum hans, hvor á sinn
hátt, hennar blandin meðaumkvun, en hans, ef
ekki með fyrirlitningu, þá með kæruleysi, svo sem á
fátæktina er allopt litið af veraldlega sinnuðum
mönnum.
»það er Jón, souur síra jporkels heitins í Görðum«,
mælti jpórður.
Prófastur snöri sjer þegar að honum með þess-
arri spurningu: »Hvað ætlið þjer fj'rir yður?«
»Je^ læt hverjum degi nægja uisa þjáning#, mælti
Jón, og gaut upp á hann hálf-feimnum augum, —-
sökum fátæktarinnar.